Valur: Þriðja árið hans Willums 9. maí 2007 16:14 Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu og við spáum Valsmönnum þriðja sætinu. Í fyrra náðu Valsmenn að halda sæti sínum meðal þriggja bestu liðanna í fyrsta sinn síðan árið 1988 og voru í raun aðeins nokkrum sekúndum frá því að vinna KR í lokaleiknum og hreppa þar með 2. sætið annað árið í röð. Valsmenn hafa áfram verið duglegir á félagskiptamarkaðnum og breiddin í liðinu er meiri en í fyrra. Helgi Sigurðsson kom frá Fram og spilar sína fyrstu leiki í efstu deild á Íslandi í tíu ár og Valsmenn vonast til að eignast í honum langþráðan tíu marka mann. Enginn skoraði fleiri en sex mörk í Valsliðinu síðasta sumar. Liðið gerði átta jafntefli í síðustu tólf leikjum sínum í deildinni og vantaði þar tilfinnanlega leikmann til að gera út um leikina. Willum Þór Þórsson hefur gert frábæra hluti með Valsmenn og komið Hlíðarendaliðinu í hóp bestu liða landsins eftir áratuga fjarveru. Þriðja árið er hins vegar runnið upp hjá Willum Þór og ef þjálfaraferill hans er skoðaður eru það ekki alltof góðar fréttir fyrir Valsmenn. Undir hans stjórn voru Þróttarar næstum því fallnir niður í C-deild á hans þriðja ári sumarið 1999 og KR-ingar enduðu í 6. sæti sumarið 2004 eftir að Willum Þór hafði gert þá að Íslandsmeisturum tvö ár á undan. Þetta er stórt sumar fyrir Valsmenn, sem komast loksins heim á Hlíðarenda í haust eftir að hafa spilað á Laugardalsvellinum undanfarið. Heimavallarleysið háir Valsmönnum því sem fyrr en takist Willum að brjótast út úr álögum þriðja ársins hefur liðið alla burði til þess að berjast um titilinn líkt og undanfarin tvö ár.Lykilmaðurinn Atli Sveinn Þórarinsson er áfram í leiðtogahlutverki í Valsvörninni og ber auk þess fyrirliðabandið í forföllum Sigurbjörns Hreiðarssonar. Atli hefur leikið mjög vel undanfarin tímabil og á mikinn þátt í að Valsmenn hafa bara fengið á sig 34 mörk undanfarin tvö sumur. Atli er stór og sterkur leikmaður sem gerir fá mistök og er skynsamur í öllum sínum aðgerðum. Samvinna Atla og Barry Smith gekk mjög vel í fyrra og Valsliðið tapaði ekki deildarleik eftir að þeir fóru að spila hlið við hlið.X-Faktorinn Guðmundur Benediktsson hefur verið aðalhönnuður Valssóknarinnar undanfarið og hefur gefið 19 stoðsendingar síðustu tvö sumur. Guðmundur er ekki að verða yngri og meiðslahrjáður ferill hefur tekið sinn toll. Haldi hann út og taki jafnvel upp á því að fara að nýta færin sín aftur fara Valsmenn langt.Okkar einkunn Þjálfari 8 Markvarsla 8 Vörn 9 Miðja 9 Sókn 8 Breidd 8 Liðsstyrkur 9 Heimavöllur 3 Áhorfendur 7 Hefð/Reynsla 8Gengi síðustu ára 2006 3. sæti 2005 2. sæti 2004 1. sæti (B-deild) 2003 10. sæti 2002 1. sæti (B-deild) 2001 9. sætiGengi á vormótunum 10 sigrar 0 jafntefli 4 töp Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍA: Hvað gerir Guðjón upp á Skaga? Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu en næstu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Við spáum Skagamönnum sjötta sætinu. 5. maí 2007 07:30 HK: Nýliðarnir númeri of litlir Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. 1. maí 2007 17:32 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu og við spáum Valsmönnum þriðja sætinu. Í fyrra náðu Valsmenn að halda sæti sínum meðal þriggja bestu liðanna í fyrsta sinn síðan árið 1988 og voru í raun aðeins nokkrum sekúndum frá því að vinna KR í lokaleiknum og hreppa þar með 2. sætið annað árið í röð. Valsmenn hafa áfram verið duglegir á félagskiptamarkaðnum og breiddin í liðinu er meiri en í fyrra. Helgi Sigurðsson kom frá Fram og spilar sína fyrstu leiki í efstu deild á Íslandi í tíu ár og Valsmenn vonast til að eignast í honum langþráðan tíu marka mann. Enginn skoraði fleiri en sex mörk í Valsliðinu síðasta sumar. Liðið gerði átta jafntefli í síðustu tólf leikjum sínum í deildinni og vantaði þar tilfinnanlega leikmann til að gera út um leikina. Willum Þór Þórsson hefur gert frábæra hluti með Valsmenn og komið Hlíðarendaliðinu í hóp bestu liða landsins eftir áratuga fjarveru. Þriðja árið er hins vegar runnið upp hjá Willum Þór og ef þjálfaraferill hans er skoðaður eru það ekki alltof góðar fréttir fyrir Valsmenn. Undir hans stjórn voru Þróttarar næstum því fallnir niður í C-deild á hans þriðja ári sumarið 1999 og KR-ingar enduðu í 6. sæti sumarið 2004 eftir að Willum Þór hafði gert þá að Íslandsmeisturum tvö ár á undan. Þetta er stórt sumar fyrir Valsmenn, sem komast loksins heim á Hlíðarenda í haust eftir að hafa spilað á Laugardalsvellinum undanfarið. Heimavallarleysið háir Valsmönnum því sem fyrr en takist Willum að brjótast út úr álögum þriðja ársins hefur liðið alla burði til þess að berjast um titilinn líkt og undanfarin tvö ár.Lykilmaðurinn Atli Sveinn Þórarinsson er áfram í leiðtogahlutverki í Valsvörninni og ber auk þess fyrirliðabandið í forföllum Sigurbjörns Hreiðarssonar. Atli hefur leikið mjög vel undanfarin tímabil og á mikinn þátt í að Valsmenn hafa bara fengið á sig 34 mörk undanfarin tvö sumur. Atli er stór og sterkur leikmaður sem gerir fá mistök og er skynsamur í öllum sínum aðgerðum. Samvinna Atla og Barry Smith gekk mjög vel í fyrra og Valsliðið tapaði ekki deildarleik eftir að þeir fóru að spila hlið við hlið.X-Faktorinn Guðmundur Benediktsson hefur verið aðalhönnuður Valssóknarinnar undanfarið og hefur gefið 19 stoðsendingar síðustu tvö sumur. Guðmundur er ekki að verða yngri og meiðslahrjáður ferill hefur tekið sinn toll. Haldi hann út og taki jafnvel upp á því að fara að nýta færin sín aftur fara Valsmenn langt.Okkar einkunn Þjálfari 8 Markvarsla 8 Vörn 9 Miðja 9 Sókn 8 Breidd 8 Liðsstyrkur 9 Heimavöllur 3 Áhorfendur 7 Hefð/Reynsla 8Gengi síðustu ára 2006 3. sæti 2005 2. sæti 2004 1. sæti (B-deild) 2003 10. sæti 2002 1. sæti (B-deild) 2001 9. sætiGengi á vormótunum 10 sigrar 0 jafntefli 4 töp
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍA: Hvað gerir Guðjón upp á Skaga? Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu en næstu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Við spáum Skagamönnum sjötta sætinu. 5. maí 2007 07:30 HK: Nýliðarnir númeri of litlir Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. 1. maí 2007 17:32 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
ÍA: Hvað gerir Guðjón upp á Skaga? Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu en næstu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Við spáum Skagamönnum sjötta sætinu. 5. maí 2007 07:30
HK: Nýliðarnir númeri of litlir Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. 1. maí 2007 17:32