Innlent

Þykir mesti karlmaðurinn

„Ég fíla þessa stelpu, það er rokklykt af henni,“ sagði Eiríkur um Hönnu hina finnsku, eftir að hún smellti á hann kossi.
„Ég fíla þessa stelpu, það er rokklykt af henni,“ sagði Eiríkur um Hönnu hina finnsku, eftir að hún smellti á hann kossi. MYND/Anton

„Það var sagt við mig að líklega væri ástæðan fyrir þessari athygli sú að keppnin hefur verið svolítið einokuð af kvenlegum ungum mönnum. Ég þyki víst svolítið karlmannlegri en flestir hérna,“ sagði Eiríkur Hauksson, þegar hann var spurður út í ástæður hinnar miklu kvenhylli sem hann nýtur í Finnlandi.

„Við erum nú búin að vera saman í 32 ár þannig að ég nenni nú varla að vera afbrýðisöm núna,“ sagði Helga Steingrímsdóttir, kona Eiríks, þegar Hanna, sem keppir fyrir hönd Finnlands, rak Eiríki rembingskoss á vangann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×