Enski boltinn

Gagnslaust að kæra West Ham

NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa ritað forsvarsmönnum allra úrvalsdeildarfélaganna á Englandi bréf þar sem fram kemur að tilgangslaust sé að reyna að kæra West Ham frekar vegna Argentínumannanna Carlos Tevez og Javier Mascherano.

Nokkur af félögunum í botnbaráttunni íhuguðu alvarlega að kæra málið frekar því sýnt þótti að West Ham hefði teflt fram ólöglegum leikmönnum í þeim Tevez og Mascherano í vetur vegna óljósra samninga þeirra og tengsla við Media Sports Investment - sem er í eigu Kia Joorabchian.

Tevez hefur verið gefið grænt ljós á að klára síðasta leikinn með West Ham gegn Manchester United og eftir slæma stöðu í deildinni frá áramótun - nægir liðinu stig í síðasta leiknum til að tryggja sæti sitt í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×