Erlent

Feneyjatvíæringurinn hafinn

Ein elsta og viðamesta listsýning heims, Feneyjatvíæringurinn, hófst í dag í Feneyjum. Þetta er í 52. sinn sem hátíðin er haldin en hún fer fram annað hvert ár.

72 lönd taka þátt í sýningunni, þar á meðal Ísland, en fulltrúi Íslendinga á hátíðinni í ár er Steingrímur Eyfjörð með verk sitt Lóan er komin.

Sérstakar sýningar verða auk þess í ár á list Afríku og sígauna. Verðlaunin Gullna ljónið eru afhent á sýningunni en meðal þeirra sem tekið hafa þátt í henni áður eru Pablo Picasso and Gustav Klimt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×