Enski boltinn

Tilfinningaþrunginn sigur hjá Sunderland

Brynjar Björn tæklar markaskorarann Ross Wallace í leiknum í dag
Brynjar Björn tæklar markaskorarann Ross Wallace í leiknum í dag NordicPhotos/GettyImages

Sunderland vann í dag sanngjarnan 2-1 sigur á Reading og heiðraði um leið minningu hins nýlátna Ian Porterfield, fyrrum leikmanns liðsins sem lést á þriðjudaginn. Framherjinn Kenwyne Jones stal senunni þegar hann skoraði fyrra mark Sunderland og lagði upp það síðara.

Jones, sem kostaði Sunderland 6 milljónir punda en hafði aldrei spilað í úrvalsdeildinni áður, opnaði markareikninginn eftir hálftíma þegar hann sneri á Ívar Ingimarsson og skoraði með laglegu skoti. Hann lagði svo upp annað markið fyrir félaga sinn Ross Wallace. Dave Kitson minnkaði muninn fyrir Reading undir lokin, en Reading átti ekki meira skilið úr leiknum í dag gegn frískum heimamönnum - sem á köflum óðu í færum.

Ívar Ingimarsson var á sínum stað í byrjunarliði Reading og Brynjar Björn Gunnarsson var þar einnig á ný eftir meiðsli. Hann fékk högg á höfuðið í leiknum og spilaði með sáraumbúðir á höfðinu þar til honum var skipt af velli í síðari hálfleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×