Leiðtogar Arabaríkja leggja til friðaráætlun 27. mars 2007 23:01 Konungur Sádi-Arabíu, Abdullah (t.h.), sést hér ræða við forseta Palestínu, Mahmoud Abbas (f.m.), ásamt forsætisráðherra Palestínu, Ismail Haniya (t.v.), á flugvellinum í Riyadh í dag, degi áður en leiðtogafundurinn á að hefjast. MYND/AFP Leiðtogar Arabaríkja munu endurvekja fimm ára gamla friðaráætlun á leiðtogafundi sem haldinn verður í Sádi-Arabíu á morgun. Ætla þeir að hvetja Ísraela til þess að samþykkja áætlunina. Samkvæmt henni eiga Ísraelar að skila aftur landi sem þeir tóku í stríði árið 1967, viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki og samþykkja að palestínskir flóttamenn geti snúið heim á ný. Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, hefur hvatt Ísraela til þess að taka tilboðinu sem hann segir síðasta tækifærið til þess að friðmælast við þjóðir múslima. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, mun einnig sækja leiðtogafundinn. Ef hann gengur vel á jafnvel að bjóða talsmönnum Ísraels, Palestínu, Sádi-Arabíu, Egyptalandi, Jórdaníu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum að taka þátt í næsta fundi fjórveldanna um málefni Mið-Austurlanda. Ísraelar eru þó á móti nær öllum lykilatriðum friðaráætlunarinnar. Þeir vilja ekki skila aftur landinu sem þeir tóku í stríðinu, sætta sig ekki við að austurhluti Jerúsalem verði gerður að höfuðborg Palestínu og eru tregir til að leyfa palestínskum flóttamönnum að snúa aftur til svæða þar sem nú búa gyðingar. Hamas hefur einnig lýst yfir efasemdum sínum varðandi áætlunina en samtökin neita að viðurkenna tilverurétt Ísraels. Erlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Leiðtogar Arabaríkja munu endurvekja fimm ára gamla friðaráætlun á leiðtogafundi sem haldinn verður í Sádi-Arabíu á morgun. Ætla þeir að hvetja Ísraela til þess að samþykkja áætlunina. Samkvæmt henni eiga Ísraelar að skila aftur landi sem þeir tóku í stríði árið 1967, viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki og samþykkja að palestínskir flóttamenn geti snúið heim á ný. Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, hefur hvatt Ísraela til þess að taka tilboðinu sem hann segir síðasta tækifærið til þess að friðmælast við þjóðir múslima. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, mun einnig sækja leiðtogafundinn. Ef hann gengur vel á jafnvel að bjóða talsmönnum Ísraels, Palestínu, Sádi-Arabíu, Egyptalandi, Jórdaníu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum að taka þátt í næsta fundi fjórveldanna um málefni Mið-Austurlanda. Ísraelar eru þó á móti nær öllum lykilatriðum friðaráætlunarinnar. Þeir vilja ekki skila aftur landinu sem þeir tóku í stríðinu, sætta sig ekki við að austurhluti Jerúsalem verði gerður að höfuðborg Palestínu og eru tregir til að leyfa palestínskum flóttamönnum að snúa aftur til svæða þar sem nú búa gyðingar. Hamas hefur einnig lýst yfir efasemdum sínum varðandi áætlunina en samtökin neita að viðurkenna tilverurétt Ísraels.
Erlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira