Erlent

Eldgos veldur skelfingu í Rauðahafi

Eldgos hófst í gær á lítilli eyju í Rauðahafinu nálægt strönd Jemens. Kanadískir sjóliðar á herskipi í Rauðahafi skýrðu frá þessu og sendu myndir af eldgosinu.

Jemensk herstöð er á eyjunni og kanadísku sjóliðarnir aðstoða nú við að koma hermönnum burt. Þeir segja að eyjan sé alelda og rauðglóandi hraunið velli út í sjó.

Átta hermanna er saknað - en engir óbreyttir borgarar búa á eyjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×