Erlent

Bíður eftir áheyrn í Mjanmar

Ibrahim Gambari sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar fær ekki að hitta herforingjann sem mestu ræður í landinu fyrr en á morgun. Sendifulltrúinn er nú í höfuðborg Mjanmars og bíður eftir fundinum.

Víða um Asíu hefur fólk mótmælt atburðum undanfarinna daga í Mjanmar, meðal annars á Filippseyjum þar sem krafist var lýðræðisumbóta í landinu.

Leiðtogar ASEAN, ríkja suðaustur Asíu, hafa skorað á herforingjana í Mjanmar að leysa alla pólitíska fanga í landinu úr haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×