Erlent

Fjórtán láta lífið í sjálfsmorðsárás í Alsír

Frá sprengjuárás í Alsír fyrr á þessu ári.
Frá sprengjuárás í Alsír fyrr á þessu ári. MYND/AFP

Fjórtán manns létu lífið og að minnsta kosti 60 særðust í sjálfsmorðsárás í bænum Batna í Alsír í dag. Sprengjan sprakk skömmu áður Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, kom í boðaða heimsókn til bæjarins. Talið er að herskáir múslimar hafi staðið á bak við árásinni.

Sprengjan sprakk í miðjum mannfjölda sem safnast hafði saman vegna komu forsetans. Árásarmaðurinn reyndi í fyrstu að komast inn á öryggissvæði sem hafði verið afmarkað fyrir forsetann. Öryggisverðir ýttu manninum í burtu og skömmu síðar sprakk sprengjan.

Átök hafa geysað milli stjórnvalda og herskrárra múslima í Alsír síðan árið 1992. Talið er að minnsta kosti 200 þúsund manns hafi látið lífið í þeim átökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×