Erlent

Danska lögreglan engu nær um hver sprengdi hús í Íslendingahverfi í Árósum

Sighvatur Jónsson skrifar

Danska lögreglan hefur lagt til hliðar rannsókn á því þegar einbýlishús sprakk í sumar, án þess að vera nokkru nær um hver framdi verknaðinn.

Lystrup-hverfið í Árósum er eitt af svokölluðum Íslendingahverfum í Danmörku. Í byrjun júlí sprakk þar einbýlishús, í götu þar sem tvær íslenskar fjölskyldur búa.

Lögreglan útilokaði strax gassprengingu og grunaði fyrrverandi leigjanda hússins, en honum hafði verði gert að yfirgefa húsið vegna vangoldinnar leigu skömmu áður en það sprakk.

Þrátt fyrir umfangsmiklar yfirheyrslur og tæknirannsóknir á leifum hússins er lögreglan í Árósum hins vegar engu nær um hver sá seki er. Yfirmaður hjá lögreglunni segir í samtali við Stöð 2 að bensíni hafi verið hellt inní húsið, og í því hafi verið kveikt með þeim afleiðingum að húsið sprakk. Lögreglan útilokar að sprengiefni hafi verið notað.

Rannsókn málsins verður ekki haldið áfram nema nýjar upplýsingar komi fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×