Erlent

Gerald Ford taldi Clinton vera kynlífsfíkil

Gerald Ford fyrrum forseti Bandaríkjanna hafði áhyggjur af kvennafari Bill Clintons og taldi að Clinton ætti að skrá sig inn á meðferðarstofnun fyrir kynlífsfíkla. Hann var einnig á þeirri skoðun að Hillary klæddist buxunum í sambandi þeirra en að Bill gæri ekki haldið rennilásnum á sínum lokuðum.

Ný bók um Gerald Ford kom í bókaverslanir vestan hafs í dag. Ber hún titilinn "Write It When I´m Gone" og er skrifuð af Thomas M. DeFrank yfirmanni Washingtonskrifstofu blaðsins New York Daily News. "Hann er veikur, hann er fíkill. Hann þarfnast meðferðar," segir Ford m.a. í samtölum sínum við DeFrank.

Hinsvegar taldi Ford að Clinton væri besti stjórnmálamaður sem hann hefði kynnst. "Fjandanum betri sem sölumaður" og jafnvel betri í embætti en John F. Kennedy. Veikleikar Clintons voru síðan í skarpri mótsögn við járnvilja eiginkonu hans Hillary. "Hún er sterkari en hann og mjög gáfuð," segir Ford m.a. um Hillary í bókinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×