Erlent

Talibanar felldir í átökum í Afganistan

Áttatíu skæruliðar talibana lágu í valnum eftir sex klukkustunda bardaga í suðurhluta Afganistans, að sögn talsmanns bandaríska hersins í morgun.

Átökin hófust þegar skæruliðar gerðu árás á bandarískar sveitir í Helmand sýslu, nálægt bæ sem talibanar halda. Bandarísku sveitirnar kölluðu á aðstoð og gerðu svo árás á skæruliðana, meðal annars úr lofti.

Slík umfangsmikil átök eru óvenjuleg í Afganistan, þar sem talibanar eru vanari að gera erlendum sveitum fyrirsát en koma sér svo í burtu áður en þeim berst liðsauki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×