Átök í norðvesturhluta Pakistans Þórir Guðmundsson skrifar 28. október 2007 13:12 Spenna magnast nú í norðvesturhéruðum Pakistans. Þar hafa talibanar verið að hreiðra um sig og láta stöðugt meira til sín taka. Ráðhúsið í Swat í norðvesturhluta Pakistans er nú ónýtt eftir árás talibana. Bæjarbúar segja að þeir hafi ráðist á bæinn með þungavopnum, skipað íbúum að koma út úr húsum sínum og síðan lagt eld að heimilum þeirra. Norðvesturhéruð Pakistans hafa löngum verið einskismannsland, svæði sem lög og reglur ná ekki til og þar sem ættflokkaveldið er óskorað. En eftir að hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum hófst með innrásinni í Afganistan og talibönum var úthýst frá Kabúl hefur tvennt verið að gerast á þessum slóðum. Talibanar hafa hreiðrað um sig Pakistanmegin landamæranna og pakistönsk yfirvöld, undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum, hafa að ráðist gegn talibönum og stuðningsmönnum þeirra, nokkuð sem hefði verið óhugsandi íhlutun í málefni ættflokkanna þarna fyrir nokkrum árum. Nýlega tók ofsatrúarklerkur þrettán menn í gíslingu og sakaði þá um að vera útsendara stjórnarhersins. Eftir árás hersins á klerkinn voru gíslarnir drepnir. Tilgangur talibana með árásinni á Swat virðist hafa verið að fella bæjarstjórann, en hann var í Islamabad og komst því af. Þetta var einu sinni frægur ferðamannabær en þeir tímar eru löngu liðnir og ekkert sem bendir til annars en að stigvaxandi ofbeldi verði hlutskipti íbúanna á næstu misserum. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Spenna magnast nú í norðvesturhéruðum Pakistans. Þar hafa talibanar verið að hreiðra um sig og láta stöðugt meira til sín taka. Ráðhúsið í Swat í norðvesturhluta Pakistans er nú ónýtt eftir árás talibana. Bæjarbúar segja að þeir hafi ráðist á bæinn með þungavopnum, skipað íbúum að koma út úr húsum sínum og síðan lagt eld að heimilum þeirra. Norðvesturhéruð Pakistans hafa löngum verið einskismannsland, svæði sem lög og reglur ná ekki til og þar sem ættflokkaveldið er óskorað. En eftir að hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum hófst með innrásinni í Afganistan og talibönum var úthýst frá Kabúl hefur tvennt verið að gerast á þessum slóðum. Talibanar hafa hreiðrað um sig Pakistanmegin landamæranna og pakistönsk yfirvöld, undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum, hafa að ráðist gegn talibönum og stuðningsmönnum þeirra, nokkuð sem hefði verið óhugsandi íhlutun í málefni ættflokkanna þarna fyrir nokkrum árum. Nýlega tók ofsatrúarklerkur þrettán menn í gíslingu og sakaði þá um að vera útsendara stjórnarhersins. Eftir árás hersins á klerkinn voru gíslarnir drepnir. Tilgangur talibana með árásinni á Swat virðist hafa verið að fella bæjarstjórann, en hann var í Islamabad og komst því af. Þetta var einu sinni frægur ferðamannabær en þeir tímar eru löngu liðnir og ekkert sem bendir til annars en að stigvaxandi ofbeldi verði hlutskipti íbúanna á næstu misserum.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira