Erlent

Þýskir veitingahúsaeigendur mótmæla reykingabanni

Veitingahúsaeigendur í Neðra Saxlandi í Þýskalandi mótmæla harðlega reykingabanni sem tók gildi fyrsta október. Þeir stóðu á aðaltorgi gamla bæjarins í Frankfurt í gær og sögðu að reykingabannið hefði haft veruleg áhrif á krár og minni veitingahús.

Heimilt er samkvæmt lögunum að útbúa sérstakt herbergi fyrir reykingafólk, sem hefur þær afleiðingar að stærri veitingahús geta þjónað reykingafólki en ekki þau minni.

Einn kráareigandi sagði að 95 prósent viðskiptavina sinna væri reykingafólk og hann gæti ekki sætt sig við að þurfa að senda þá út á götu. Reykingabannið nær til alls Þýskalands en tekur gildi á mismunandi tíma eftir fylkjum.

Í höfuðborginni Berlín verður reykingamönnum úthýst af veitingahúsum um áramótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×