Erlent

Sextíu slasast í sprengingu í Rússlandi

Frá lestarslysi í Rússlandi árið 2005.
Frá lestarslysi í Rússlandi árið 2005. MYND/AFP

Að minnsta kosti 60 slösuðust þegar sprenging olli því að farþegalest fór útaf spori í Rússlandi í dag. Lestin var á leið frá Moskvu til Pétursborgar þegar atvikið átti sér stað. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni.

Fjölmargir farþegavagnar köstuðustu útaf lestarsporinu þegar sprengjan sprakk. Samkvæmt rússneskum yfirvöldum slösuðust að minnsta kosti 60 farþegar en ekki er vitað til þess að nokkur hafi látið lífið.

Rússnesk yfirvöld hafa ekki útilokað að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Haft var eftir rússneskum embættismanna í frétt Reuters að sprengingin hafi orðið fyrir utan lestina.

Björgunarsveitir eru enn á slysstað og liggja allar lestarsamgöngur milli Moskvu og Pétursborgar niðri.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×