Erlent

Kínverskur leikfangaframleiðandi hengir sig

Leikföngin reyndust vera hættuleg börnum.
Leikföngin reyndust vera hættuleg börnum. MYND/Getty

Forstjóri leikfangaverksmiðju í Kína hefur framið sjálfsmorð í kjölfar hneykslismáls en innkalla þurfti milljónir Fisher Price leikfanga sem framleidd voru í verksmiðjunni. Forstjórinn fannst látinn í verksmiðjunni á laugardag að því er kínverskir fjölmiðlar greina frá.

Maðurinn, Zhang Shuhong, er sagður hafa verið undir miklum þrýstingi vegna málsins en í leikfangaverksmiðjunni var notast við málningu sem inniheldur blý, en það mun vera stranglega bannað þegar kemur að leikfangagerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×