Erlent

Verður ekki kærður fyrir þýðingu á Harry Potter

Oddur S. Báruson skrifar

Franskur táningspiltur, sem var handtekinn fyrir að þýða nýjustu Harry Potter bókina yfir á frönsku og birta á netinu, án tilskilinna leyfa, verður ekki kærður fyrir athæfið. Útgefandi bókarinnar í Frakklandi ákvað í samráði við höfundinn, JK Rowling, að falla frá kæra.

Þegar hinn sextán ára táningur var handtekinn fyrir athæfi sitt tjáði hann lögreglu að hann hefði ekki haft í hyggju að þéna á þýðingu sinni. Þýðing hans birtist á netinu nokkrum dögum eftir að bókin kom út á ensku, þann 21. Það kom mörgum á óvart hversu fagmannleg þýðing drengsins var. Samt sem áður þótti athæfið gróft brot á höfundarréttarlögum.

Opinberleg, frönsk þýðing bókarinnar, sem ber enska titillinn Harry Potter and the Deathly Hallows, kemur út þann 26. október.

Þessi lokahluti ævintýrsins um Harry Potter hefur rokselst. Bókin seldist í um 11 miljónum eintaka fyrsta sólarhringinn. Engin bók hefur selst jafn hratt.


Tengdar fréttir

Handtekinn fyrir að þýða Harry Potter

Sextán ára franskur skólapiltur hefur verið handtekinn fyrir að þýða kafla úr nýjustu bókinni um Harry Potter og setja á netið. Hin opinbera franska útgáfa kemur ekki í bókaverslanir fyrr en 26. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×