Erlent

Þriðja tilraunin gerð til að ná til fastra námaverkamanna

Björgunarmenn í Utah í Bandaríkjunum bora nú þriðju holuna niður í námu þar sem sex verkamenn sitja fastir. Áður höfðu þeir sent myndavélar niður í tvær holur án þess að finna nokkuð lífsmark. Ekkert hefur heyrst frá mönnunum síðan á mánudag þegar náman hrundi. Hætta þurfti leit tímabundið tvisvar í nótt vegna skjálftavirkni á svæðinu og segja björgunarmenn skilyrðin þau erfiðustu sem þeir hafi kynnst, þó þeir séu vongóðir um að mennirnir finnist á lífi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×