Erlent

Blóðugt uppgjör í Osló

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Samúræjasverðið
Samúræjasverðið
Tveir menn liggja alvarlega sárir á sjúkrahúsi eftir skotárás í Osló í gærkvöldi. Að sögn Verdens gang var handleggur annars mannsins höggvinn af með samúræjasverði. Hinn fanns á nærfötunum einum klæða, með sverðið í hendi á gangi nálægt vettvangi. Þá var þriðji maðurinn fluttur á sjúkrahús eftir að keyrt var á hann, að því er talið er af árásarmönnum á flótta. Allir hinna særðu eru Tamílar frá Sri Lanka, og að sögn Asian Tribune er árásin talin tengjast uppgjöri milli tveggja arma í uppreisnarhóp Tamíl tígra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×