Erlent

Hóta að bannfæra þá sem styðja fóstureyðingu

Mótmæli gegn fóstureyðingum í Mexíkó.
Mótmæli gegn fóstureyðingum í Mexíkó. MYND/AFP
Kaþólska kirkjan í Mexíkó krefst þess að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort leyfa eigi fóstureyðingar þar í landi. Kirkjan hefur í þessu skyni safnað um 32 þúsund undirskriftum en tæplega 37 þúsund undirskriftir eru nauðsynlegar til þess að mál verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Kirkjan hefur hótað að bannfæra alla þá þingmenn sem styðja fóstureyðingar.

 

Mexíkóska þingið greiðir í næstu viku atkvæði um frumvarp þar sem lagt er til að fóstureyðingar verði leyfðar þar í landi. Í dag geta konur í Mexíkó aðeins gengist undir fóstureyðingu hafi þær orðið óléttar eftir nauðgun, meðgangan stefni lífi þeirra í hættu eða að fóstri sé vart hugað líf sökum vanskapnaðar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×