Enski boltinn

Arsenal í þriðja sætið eftir sigur á City

Cesc Fabregas var á skotskónum hjá Arsenal í kvöld
Cesc Fabregas var á skotskónum hjá Arsenal í kvöld AFP
Arsenal skaust í kvöld í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knatspyrnu eftir sigur á frökku liði Manchester City 3-1 á Emirates vellinum í London.

Tékkinn Tomas Rosicky opnaði markareikning heimamanna á 12. mínútu eftir sendingu frá Emmanuel Eboue, en City jafnaði rétt fyrir hlé með marki frá DaMarcus Beasley. Gestirnir voru sterkara liðið á vellinum í upphafi síðari hálfleiksins en mörk frá Cesc Fabregas og Julio Baptista tryggðu Arsenal sigurinn. Manchester City, sem á tíma í vetur var komið í nokkra fallhættu í deildinni, hafði ekki tapað í fimm síðustu leikjum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×