Erlent

Royal sækir á í Frakklandi

Ef marka má nýjustu skoðanakannanir hefur Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista í frönsku forsetakosningunum, unnið upp forskot Nicolas Sarkozy, frambjóðanda hægri manna.

Dagblaðið Le Parisien spáir því að þau muni fá langflest atkvæði í fyrri umferð kosninganna á sunnudaginn kemur og ekki sé hægt að segja til um hvort þeirra ber sigur úr býtum í síðari umferðinni sem fram fer þann 6. maí.

Ef lagðar eru saman kannanir síðustu daga lítur út fyrir að á sunnudaginn fái Sarkozy 27 prósent atkvæða, Royal 25 prósent, Francois Bayrou 19 prósent og Jean Marie Le Pen 15,5 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×