Chavez hótar nú að loka annarri stöð 31. maí 2007 01:00 Mótmæli í Caracas. Háskólanemar köstuðu táragassprengju frá lögreglunni aftur til baka á mótmælafundi í Caracas á þriðjudag. MYND/AP Hugo Chavez, forseti Venesúela, lætur mótmæli þúsunda landsmanna sinna sem vind um eyru þjóta og segist hafa verið í fullum rétti að loka einkarekinni sjónvarpsstöð um síðustu helgi. Nú hótar hann því að loka annarri sjónvarpsstöð, sem hann segir hafa hvatt fólk til að ráða sig af dögum. „Ég mæli með því að þeir taki róandi lyf, hægi aðeins á sér, því ef þeir gera það ekki þá ætla ég að hægja á þeim,“ sagði Chavez í ræðu á þriðjudaginn. Þar átti hann við Globavision, sem er einkarekin sjónvarpsstöð rétt eins og Radio Caracas Television, sem hætti útsendingum um síðustu helgi eftir að Chavez neitaði að framlengja útsendingarleyfi hennar. Hann útskýrði reyndar ekki nánar hvað hann ætti við, en sagði bæði dagblöð og sjónvarpsstöðvar hvetja til óeirða og ofbeldis. Hann bað stuðningsmenn sína um að „vera á verði“ og hvatti opinbera embættismenn til þess að fylgjast náið með fjölmiðlum. Allt þetta sagði Chavez í ræðu á þriðjudagskvöldið, meðan þúsundir manna mættu til útifunda víðs vegar um land, ýmist til að lýsa andstöðu sinni við aðgerðir forsetans eða til að lýsa stuðningi sínum við hann. Andstæðingar hans kröfðust frelsis en stuðningsmennirnir mótmæltu tilraunum stjórnarandstöðunnar til að koma af stað óeirðum. Tugir slíkra funda hafa verið haldnir í Venesúela á síðustu dögum. Alþjóðleg samtök um fjölmiðlafrelsi, Evrópusambandið, öldungadeild þingsins í Chile og mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa lýst áhyggjum sínum af lokun sjónvarpsstöðvarinnar RCTV. „Þetta er einræði“ hrópuðu andstæðingar forsetans á mótmælafundum á þriðjudaginn, en stuðningsmenn hans sögðust ekki sakna sjónvarpsstöðvarinnar. „RCTV var rusl. Dagskráin var hræðileg, tóm lágkúra. Ekki einu sinni stjórnarandstaðan horfði á hana,“ sagði Elena Pereira, enskuprófessor í ríkisháskóla í Venesúela. „Þeir vilja bara ástæðu til að steypa stjórninni.“ Mótmælafundirnir á þriðjudaginn fóru friðsamlega fram, en á mánudaginn kom til átaka mótmælenda og lögreglu í Caracas, höfuðborg landsins. Lögreglan beitti táragasi og sagði nítján lögreglumenn slasaða, en engar tölur voru nefndar um fjölda slasaðra mótmælenda. Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Hugo Chavez, forseti Venesúela, lætur mótmæli þúsunda landsmanna sinna sem vind um eyru þjóta og segist hafa verið í fullum rétti að loka einkarekinni sjónvarpsstöð um síðustu helgi. Nú hótar hann því að loka annarri sjónvarpsstöð, sem hann segir hafa hvatt fólk til að ráða sig af dögum. „Ég mæli með því að þeir taki róandi lyf, hægi aðeins á sér, því ef þeir gera það ekki þá ætla ég að hægja á þeim,“ sagði Chavez í ræðu á þriðjudaginn. Þar átti hann við Globavision, sem er einkarekin sjónvarpsstöð rétt eins og Radio Caracas Television, sem hætti útsendingum um síðustu helgi eftir að Chavez neitaði að framlengja útsendingarleyfi hennar. Hann útskýrði reyndar ekki nánar hvað hann ætti við, en sagði bæði dagblöð og sjónvarpsstöðvar hvetja til óeirða og ofbeldis. Hann bað stuðningsmenn sína um að „vera á verði“ og hvatti opinbera embættismenn til þess að fylgjast náið með fjölmiðlum. Allt þetta sagði Chavez í ræðu á þriðjudagskvöldið, meðan þúsundir manna mættu til útifunda víðs vegar um land, ýmist til að lýsa andstöðu sinni við aðgerðir forsetans eða til að lýsa stuðningi sínum við hann. Andstæðingar hans kröfðust frelsis en stuðningsmennirnir mótmæltu tilraunum stjórnarandstöðunnar til að koma af stað óeirðum. Tugir slíkra funda hafa verið haldnir í Venesúela á síðustu dögum. Alþjóðleg samtök um fjölmiðlafrelsi, Evrópusambandið, öldungadeild þingsins í Chile og mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa lýst áhyggjum sínum af lokun sjónvarpsstöðvarinnar RCTV. „Þetta er einræði“ hrópuðu andstæðingar forsetans á mótmælafundum á þriðjudaginn, en stuðningsmenn hans sögðust ekki sakna sjónvarpsstöðvarinnar. „RCTV var rusl. Dagskráin var hræðileg, tóm lágkúra. Ekki einu sinni stjórnarandstaðan horfði á hana,“ sagði Elena Pereira, enskuprófessor í ríkisháskóla í Venesúela. „Þeir vilja bara ástæðu til að steypa stjórninni.“ Mótmælafundirnir á þriðjudaginn fóru friðsamlega fram, en á mánudaginn kom til átaka mótmælenda og lögreglu í Caracas, höfuðborg landsins. Lögreglan beitti táragasi og sagði nítján lögreglumenn slasaða, en engar tölur voru nefndar um fjölda slasaðra mótmælenda.
Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira