Erlent

Mikil spenna í Frakklandi fyrir kosningar

Frakkar í New York borg í Bandaríkjunum greiddu utankjörstaða atkvæði í dag.
Frakkar í New York borg í Bandaríkjunum greiddu utankjörstaða atkvæði í dag. MYND/AFP

Mikil spenna ríkir í Frakklandi um þessar mundir en fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram á morgun. Nánast öruggt er talið að Nicolas Sarkozy og Segolene Royal fari áfram í seinni umferðina.

Forsetakosningarnar hófust formlega í dag þegar kjósendur á eyjunum Miquelon og St. Pierre við Kanada gengu að kjörborði. Formlegri kosningabaráttu lauk hins vegar á miðnætti í gær.

Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að lítill munur sé á milli Nicolas Sarkozy, frambjóðanda hægrimanna, og Segolene Royal, frambjóðanda sósíalista. Í þriðja sæti kemur öfga hægrimaðurinn Jean Marie Le Pen.

Fylgst verður með frönsku forsetakosningunum á Vísi á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×