Enski boltinn

Ferguson skipar Ronaldo að hvíla sig

Ronaldo er duglegur á æfingasvæðinu.
Ronaldo er duglegur á æfingasvæðinu. MYND/Getty

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo, nýkjörinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, verði að slaka á æfingum sínum, ella eigi hann á hættu að verða útbrunninn á lokaspretti tímabilsins. Ferguson segist reglulega þurfa að draga Ronaldo af æfingasvæði liðsins.

"Hann elskar að æfa og vill gera sem mest af því. Þetta er hluti af hans eðli sem karakter en hann verður að passa sig," segir Ferguson um Ronaldo, en hann hefur auk þess spilað nánast hvern einasta leik fyrir liðið í vetur.

"Við erum að reyna að spara krafta hans sem mest fyrir mikilvægu leikina, svo að við munum takmarka æfingatíma hans eitthvað á næstunni. Hann hefur verið að draga vagninn fyrir okkur í langan tíma en miðað við þau meiðsli sem við glímum við þessa stundina verður Ronaldo að halda sér frískum," segir Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×