Enski boltinn

Ívar Ingimarsson leikmaður ársins hjá Reading

Ívar var lykilmaður í spútnikliði Reading í vetur
Ívar var lykilmaður í spútnikliði Reading í vetur NordicPhotos/GettyImages

Landsliðsmaðurinn Ívar Ingimarsson var um helgina kosinn leikmaður ársins hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Reading. Ívar spilaði hverja einustu mínútu með liðinu í deildinni í vetur og fékk sérstaka viðurkenningu fyrir leik Reading og Watford á laugardaginn.

Meira en 10,000 atkvæði bárust í kjörinu á leikmanni ársins. Nicky Shorey varð í öðru sæti, Stephen Hunt þriðji og Kevin Doyle varð í fjórða sæti. Steve Coppell knattspyrnustjóri notaði tækifærið og hrósaði Ívari fyrir leiktíðina.

"Ívar er atvinnumaður fram í fingurgóma og hefur verið fyrirliði liðsins af og til í vetur. Hann leggur sig alltaf allan fram og er síðasti maður út af æfingum. Hann hefur ekki fengið mínútu til að hvíla sit í allan vetur því inn á milli leikja með okkur hefur hann verið að spila landsleiki, svo þetta er mikill heiður fyrir hann," sagði stjórinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×