Erlent

Bretar og Íranar í tvíhliða viðræðum um sjóliða

AFP

Bretar reyna nú að fá sjóliðana 15, sem handteknir voru í Persaflóa fyrir rúmri viku, lausa með tvíhliða viðræðum við Íransstjórn. Des Browne varnarmálaráðherra Bretlands segir að mikilvægt sé að málið leysist eins fljótt og auðið er, helst með friðsamlegum hætti. Hann vill þó ekki gefa upp í smáatriðum hvað hefur farið á milli þjóðanna í viðræðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×