Erlent

Klámstjarnan varð honum að falli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skyldu menn þurfa að segja upp vinnunni eftir stefnumót með Jennu Jameson?
Skyldu menn þurfa að segja upp vinnunni eftir stefnumót með Jennu Jameson?

Jaison Biagini, framhaldsskólakennari í Monessen í Bandaríkjunum, sagði upp vinnunni eftir að hafa farið á stefnumót með klámmyndastjörnunni Akiru. Stefnumótið var hluti af ferð til St. Pétursborgar sem Biagini vann í samkeppni á vegum útvarpsstöðvarinnar Sirius. Skólastjórnin féllst á afsagnarbeiðni Biaginis síðastliðinn þriðjudag.

Biagini er fatlaður og fer sinna ferða í hjólastól. Eftir að hann kom úr ferðinni örlagaríku sagði hann í samtali við blaðið Valley Independent að stjórnendur útvarpsþáttarins hefðu gert grin að fötlun hans. Sú mynd sem hefði verið dregin upp af honum í þættinum væri móðgandi.

Biagini kenndi listir í 14 ár. Hann segir að hann hafi tekið þátt í keppninni á vegum útvarpsöðvarinnar vegna þess að hann hafi viljað vinna ókeypis utanlandsferð og heimsækja Salvador Dali safnið í St. Pétursborg. Hann sagði að stefnumótið hefði verið „tilgerðarlegt".

Stjórnendur þáttarins segja að Biagini hafi vitað ósköp vel hvað hann væri að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×