Erlent

Þrír létust í námuslysi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tvö námuslys hafa orðið í Bandaríkjunum með skömmu millibili.
Tvö námuslys hafa orðið í Bandaríkjunum með skömmu millibili. Mynd/ AFP

Þrír létust í námuslysi í suðurhluta Indiana, að því er BBC greinir frá. Þetta er annað námuslysið í Bandaríkjunum í þessari viku. Ekki er vitað hversu margir voru í námunni þegar slysið varð. Slysið varð um klukkan fimm að íslenskum tíma.

Orsakir slyssins eru ókunnar, en lögreglan segir að engin sprenging hafi orðið. Eigandi námunnar, Alliance Resource Partners, rannsakar nú slysið.

Sex manns er saknað eftir námuslysið sem varð í Utah á mánudag. Ekki er vitað hvort þeir séu enn á lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×