Erlent

Íraksstríðið var illa skipulagt, segir Rasmussen

MYND/Reuters

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur viðurkennt að Íraksstríðið hafi verið illa skipulagt og að ástandið í íRAK sé lagt í frá viðunandi.

Allir danskir hermenn eru nú farnir frá Írak og í samtali við danska blaðið Politiken segir Rasmussen að þrátt fyrir að illa hafi gengið sé hann enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að fara með hervaldi á hendur Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Þróunin hafi hins vegar orðið önnur en menn hafi búist við og hann viðurkenni að hafa vanmetið styrk öfgamanna í landinu.

Alþjóðasamfélagið geti lært af vandræðunum í Írak að ef ætlunin sé að koma einræðisherra frá verði að vera búið að kortleggja viðkomandi land vel út frá sjónarmiðum stjórnmála, trúar og ólíkra þjóðfélagshópa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×