Erlent

Rússar og Georgíumenn funda í flugskeytamálinu

Flugskeytið lenti á akri án þess að springa.
Flugskeytið lenti á akri án þess að springa. MYND/AFP

Yuri Popov, utanríkisráðherra Rússlands, fundar með ráðamönnum í Georgíu í dag til að reyna leysa deilu sem kominn eru upp í samskiptum þjóðanna.Georgímenn saka Rússa um að hafa rofið lofthelgi landsins á mánudaginn og skotið flugskeyti að þorpi skammt frá höfuðborginni Tbilisi.

Flugskeytið lenti á akri án þess að springa og olli hvorki tjóni á mönnum né eignum. Rússar hafa hingað til neitað sök í málinu og segja að Georgíumenn hafi sjálfir skotið skeytinu til að valda spennu á milli ríkjanna. Í gær fordæmdu Bandaríkjamenn árásina en hvöttu jafnframt ríkin til að reyna að finna lausn á málinu.

Samskipti Rússlands og Georgí hafi verið stirð undanfarin ár. Ríkin deila meðal annars hart um málefni Suður Ossetíu, héraðs í Georgíu, sem sækist eftir sjálfstæði og Rússar hafa stutt.

Í marsmánuði síðastliðnum sökuðu Georgíumenn um að hafa skotið öðru flugskeyti að landinu og neituðu Rússar einnig þeim ásökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×