Erlent

Þriðji dagur verkfalla í Frakklandi

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Þær fáu lestar sem eru starfræktar eru yfirfullar í verkfallinu.
Þær fáu lestar sem eru starfræktar eru yfirfullar í verkfallinu. MYND/AP
Fjölmargir fóru fótgangandi til vinnu í Frakklandi í dag, á hjólum eða hjólaskautum. Þeir bjartsýnu reyndu að fá far með takmörkuðum fjölda strætisvagna, lesta eða neðanjarðarlesta sem nú eru í gangi. Deilan snýst að mestu um ákvörðun Nicolas Sarkozy forseta um að falla frá starfstengdum ávinningum sem leyfa sumum opinberum starfsmönnum að fara á eftirlaun fyrr en flestum öðrum. Verkfallið er það stærsta í forsetatíð Sakorzys frá því hann tók við embætti fyrir hálfu ári. Eitt af stefnumálum hans var að nútímavæða Frakkland og gera það samkeppnishæfara í alþjóðasamfélaginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×