Erlent

Breskum hermönnum í Írak fækkað um 1000

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, hefur ákveðið að fækka hermönnum í Basra héraði í Írak um 1000 fyrir árslok. Einnig ætlar hann að færa stjórn á öryggisstarfsemi í héraðinu yfir til Íraka á næstu tveimur mánuðum. Brown tilkynnti þetta á fundi með embættismönnum í Írak fyrir stundu. Forsætisráðherran kom til Bagdad í morgun. Við komu sína fagnaði hann hugrekki og fagmennsku breskra hermanna sem dvalið hafa í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×