Erlent

Utanríkisráðherrar Arabaríkja funda í Kaíró

Frá Gaza ströndinni
Frá Gaza ströndinni
Utanríkisráðherrar nokkurra arabaríkja munu hittast á fundi í Kaíró í Egyptalandi í dag til að bregðast við tillögum George Bush Bandaríkjaforseta um að alþjóðlegur friðarfundur verði haldinn seinna á þessu ári, um ástandið í Miðausturlöndum.

Helsta umræðuefni utanríkisráðherranna verður fyrirhugaður friðarfundur um málefni Miðausturarlanda. Auk þess verða ræddar niðurstöður viðræðna milli Israela og utanríkisráðherra Egyptalands og Jórdaníu um ástandið í Ísrael og Palestínu sem fóru fram í síðustu viku. Framkvæmdastjóri sambands arabaríkjanna hefur lýst því yfir að Sameinuðu þjóðirnar eigi að fjármagna friðarfundinn ásamt Bandaríkjunum, Evrópubandalaginu og Rússlandi. George Bush Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýndur fyrir að koma með tillögu að friðarviðræðum í Mið austurlöndum á þessum tímapunkti og er hann sakaður um að reyna hylma yfir ástandinu í Írak og þeim stjórnarvanda sem þar ríkir.

Árið 1991 var haldinn friðarráðstefna um Mið austurlönd í Madrid á Spáni að tillögu George Bush eldri, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og föður núverandi forseta. Ráðstefnan ruddi brautina fyrir Oslóarsamkomulaginu árið 1993 þegar ákveðið var að Ísraelsher tæki herlið sitt til frá tilteknum svæðum á Gaza ströndinni og Vesturbakkanum og yfirráð palestínsku ríkisstjórnarinnar á þeim svæðum voru viðurkennd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×