Erlent

Bilun í hemlunarbúnaði flugvélarinnar í Brasilíu

Komið hefur í ljós að bilun var í hemlunarbúnaði annars hreyfils Airbus farþegaþotunnar sem fórst í Brasilíu á miðvikudag. Í dag tilkynnti Tam flugfélagið að ástand þotunnar hafi verið í samræmi við notkunarreglur framleiðandans sem samþykktar eru af flugumferðaryfirvöldum í Brasilíu.

Bilun af þessu tagi sé ekki alvarleg, en gera þurfi við búnaðinn innan tíu daga frá því hennar verður vart.

Kröfur um að flugvellinum verði lokað verða æ háværari þar sem hann þykir ekki ekki standast öryggiskröfur.

Um tvö hundruð manns létust í slysinu en orsök þess er enn ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×