Erlent

Blair tekinn við friðarhlutverki

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Tony Blair hóf formlega hlutverk sitt sem sérstakur sáttasemjari í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs í gær. Þá hélt hinn svokallaði Kvartett Mið-Austurlanda blaðamannafund í Lissabon í Portúgal. Blair vísaði á bug fullyrðingum um að takmarkað umboð hans, og vilji hópsins til að sniðganga Hamasliða, myndi gera verkefnið að engu.

Fjórmenningarnir eru fulltrúar Evrópubandalagsins, Bandaríkjanna, Rússlands og Sameinuðu þjóðanna. Blair áformar að heimsækja mið-Austurlönd á næstunni. Shimon Peres sagðist mundu funda með honum í Ísrael á þriðjudag, en það hefur ekki fengist staðfest á skrifstofu Blair.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×