Erlent

Fjórir láta lífið í sjálfsmorðsárás í Pakistan

Ummerki eftir sjálfsmorðsárás í Islamabad, höfuðborg Pakistan, fyrr í vikunni.
Ummerki eftir sjálfsmorðsárás í Islamabad, höfuðborg Pakistan, fyrr í vikunni. MYND/AFP

Fjórir létust og að minnsta kosti sex særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í norðurhluta Waziristan héraðsins í Pakistan í dag. Talið er að árásin sé hefndaraðgerð vegna umsáturs stjórnvalda um Rauðu moskuna í Islamabad fyrr í þessum mánuði.

Mennirnir létust þegar bíll sem hlaðinn var sprengjuefnum var keyrt á eftirlitsstöð á vegum hersins. Af þeim sem létust var einn hermaður og þrír almennir borgarar.

Um 160 manns hafa látið lífið í sjálfsmorðsárásum í Pakistan frá því umsátrinu um Rauðu moskuna lauk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×