Erlent

Engin tímamörk ákveðin á kjarnorkuafvopnun Norður Kóreu

Notaðar plútóníum stangir sjást hér í kælitanki í kjarnorkuverinu í Yongbyon. Myndin er frá árinu 1996.
Notaðar plútóníum stangir sjást hér í kælitanki í kjarnorkuverinu í Yongbyon. Myndin er frá árinu 1996. MYND/AFP

Engin tímamörk voru ákveðin varðandi kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu á fundi stjórnarendreka frá Bandaríkjunum, Japan, Kína, Rússlandi og Kóreuríkjunum tvemur. Fundi ríkjanna lauk í Peking í morgun.

Stjórnvöld í Norður Kóreu hafa þegar lokað kjarnorkuverinu í Yongbyon og var það fyrsta skref þeirra til að uppfylla skilyrði samkomulags sem gert var í febrúar síðastliðnum. Í skiptum fyrir kjarnorkuafvopnun eiga Norður Kóreumenn að fá hvers konar efnahags aðstoð frá ríkjunum fimm.

Nýr fundur ríkjanna hefur verið boðaður í septembermánuði næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×