Erlent

Ljósmyndari leystur úr haldi mannræningja í Gazaborg

Mannræningjar leystu í gær úr haldi ljósmyndara frá Perú sem rænt var við varðstöð í Gazaborg á nýársdag. Jaime Razuri er fimmtugur og starfar fyrir frönsku fréttaveituna AFP á svæðinu.

Ekki er vitað hverjir mannræningjarnir voru en fjölmargir erlendir blaðamenn hafa skrifstofur við varðstöðina, þar sem honum var rænt, sem er í miðborg Gazaborgar. Á blaðamannafundi eftir að Razuri hafði verið sleppt þakkaði hann öllum sem hjálpuðu til við lausn hans og sagðist þakklátur Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og öðrum ráðamönnum í Palestínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×