Erlent

300 stöður lagðar niður hjá Danmarks Radio

Frá Danmörku
Frá Danmörku MYND/Pjetur

Stjórnendur danska ríkisútvarpsins, Danmarks Radio, hafa uppi áform um að leggja niður allt að 300 stöður innan stofnunarinnar til þess að spara í rekstri hennar. Eftir því sem fram kemur á vef Jótlandspóstsins þarf að spara í rekstri stofnunarinnar eftir að kostnaður við uppbyggingu á húsnæði DR í Örestad fór mikið fram úr áætlun.

Nýjar höfuðstöðvar hafa þegar kostað um 56 milljarða króna sem er 20 milljörðum meira en upphaflegar áætlanir gerður ráð fyrir. Gert er ráð fyrir í nýrri fjárhagsáætlun að stofnunin eigi að spara um milljarð króna á þessu ári og telur fréttastofan Ritzau að þýði að leggja þurfi niður 300 störf. 3400 manns vinna nú hjá DR, þar af 2600 sem eru fastráðnir.

Vísað er í tölvupóst Kenneths Plummer, forstjóra DR, til starfsmanna þar sem hann segir aðgerðirnar nauðsynlegar til að tryggja almannaþjónustuhlutverk DR. Boðað hefur verið til starfsmannafundar á morgun þar sem sparnaðaraðgerðirnar verða kynntar frekar.

DR samdi við menningarmálaráðuneyti Danmerkur í upphafi árs um almannaþjónustuhlutverk stofnunarinnar en samningurinn kveður meðal annars á um aukin hlut dansks efnis í miðlum DR. Talsmaður DR segir að staðið verði við þann samning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×