Erlent

Lög um reykingabann á opinberum stöðum samþykkt í Danmörku

Á sama tíma og Íslendingar búa sig undir reykleysi á veitingahúsum og krám á föstudaginn kemur hafa Danir samþykkt lög sama efnis. Það var gert á danska þjóðþinginu í dag með tilstyrk allra flokka nema flokks róttæklinga. Þeir telja að ekki sé tekið nægt tillit til óbeinna reykinga í löggjöfinni.

Með lögunum verður bannað að reykja á almennum vinnustöðum og í skólum og sömuleiðis á veitingastöðum og krám sem eru stærri en 40 fermetrar. Þar verður þó heimilt að innrétta sérstök reykherbergi. Lögin mættu nokkurri andstöðu meðal veitingahúsaeigenda en þeir hafa nú fram til 15. ágúst til að laga sig að breyttum aðstæðum því þá taka lögin gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×