Erlent

Íraskir Kúrdar vara Tyrki við því að gera innrás

Kúrdískir skæruliðar.
Kúrdískir skæruliðar.

Kúrdar í norðurhluta Íraks munu grípa til vopna fari svo að Tyrkir sendi hermenn yfir landamærin. Þetta kom fram í máli Massoud Barzani, forseta Kúrdahéraðanna í Írak, í morgun. Hann vísar því á bug að íraskir kúrdar veiti vopnuðum sveitum kúrdíska verkamannaflokksins, PKK, skjól.

Barzani sagði ennfremur að Tyrkir gætu ekki kennt íröskum Kúrdum um þær árásir sem PKK hefði staðið fyrir á undanförnum mánuðum. Hann hét því að Kúrdar myndu verja heimaland sitt fari svo að Tyrkir geri árás.

Tyrkneska þingið samþykkti á miðvikudaginn að veita ríkisstjórn landsins heimild til að senda hermenn yfir landamærin til Íraks.Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, hefur þó sagt ekki verði endilega lagt til atlögu strax.

Liðsmenn verkamannaflokks Kúrda, PKK, hafa barist fyrir sjálfstjórn Kúrdahéraðanna í suðuausturhluta Tyrklands frá árinu 1984. Talið er að um 30 þúsund manns hafi fallið í átökunum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×