Erlent

Meintur barnaníðingur á yfir höfði sér 20 ára fangelsi

Þýsku lögreglunni tókst að afrugla myndir sem birtust af Neil á Netinu. Það varð síðan til þess að hann var handtekinn.
Þýsku lögreglunni tókst að afrugla myndir sem birtust af Neil á Netinu. Það varð síðan til þess að hann var handtekinn. MYND/Interpol

Yfirvöld í Tælandi hafa ákveðið að ákæra kanadamanninn Christopher Neil fyrir að hafa beitt börn kynferðislegu ofbeldi. Christopher var handtekinn í morgun í Nakhon Ratchasima héraði um 250 kílómetra fyrir norðan Bangkok. Hann flúði Suður-Kóreu eftir að Interpol lýsti eftir honum út um allan hemi.

Neil er meðal annars sakaður um að hafa greitt 9 ára gömlu barni og 14 ára unglingi fyrir að hafa við sig munnmök. Talið er að hann hafi beitt að minnsta kosti fimm til sjö börn undir tíu ára aldri kynferðislegu ofbeldi í Tælandi. Lögregluyfirvöld þar hvetja önnur fórnarlömb Neil til að koma fram.

Verði Neil fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi. Yfirvöld í Tælandi hafa hins vegar ekki útilokað hann verði framseldur til annarra landa þar sem hann hefur gerst brotlegur eftir að hann lýkur refsingu í Tælandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×