Erlent

Dean orðinn fimmta stigs fellibylur

Að minnsta kosti ellefu hafa látið lífið af völdum fellibylsins Dean sem nú geysar á Karíbahafi. Dean er nú orðinn fimmta stigs fellibylur og hefur vindhraðinn mælst allt að sjötíu og einn metra á sekúndu.

Fellibylurinn er nú byrjaður að ganga yfir Júkatanskaga í Mexíkó. Þúsundir ferðamanna hafa verið fluttir frá svæðum á austurströnd Mexíkó og þá hefur olíuborpöllum á Mexíkóflóa verið lokað. Felipe Calderon, forseti Mexíkó, sem nú situr þing Norður-Ameríkuríkja í Kanada hefur lýst því yfir að hann muni snúa fyrr heim en áætlað til að hafa yfirumsjón með björgunaraðgerðum vegna fellibylsins.

Fimmta stigs fellibylur
Mexíkóar bíða nú fellibylsins Dean.MYND/AFP

Kraftur fellibylsins Dean hefur farið vaxandi og í gærkvöldi náði hann að verða fimmta stigs fellibylur með vindhraða upp á allt að 71 metra á sekúndu. Fellibylir af þeirri stærðargráðu eru sjaldgæfir en síðasti fellibylur sem náði þessum styrkleika var fellibylurinn Katrina sem lagði New Orleansborg í Bandaríkjunum í rúst fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×