Myrtur á heimsmeistaramótinu í krikket 23. mars 2007 19:15 Landsliðsþjálfari Pakistana í krikket var myrtur á hótelherbergi sínu á Jamaíka fyrir tæpri viku. Talið er að einhver nákominn honum hafi framið ódæðið og fórnarlambið haft uppi áform um að afhjúpa spillingu í íþróttinni. Bob Woolmer var 58 ára. Hann var vel þekktur í krikketheiminum. Hann var landsliðsmaður Englendinga á árum áður og síðan landsliðsþjálfari Suður-Afríku og nú síðast Pakistans. Hann fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi sínu í Kingston á Jamaíku fyrir tæpri viku, skömmu eftir að ljóst var að Pakistanar færu ekki lengra á heimsmeistaramótinu í krikket sem nú er haldið í Vestur-Indíum. Lífgunartilraunir báru ekki árangur. Krufning leiddi í ljós að Woolmer var kyrktur. Lögregla segir að töluverðu afli hefði þurft að beita þar sem Woolmer hafi verið stór og stæðilegur. Ekki sé vitað hvort einn ódæðismaður eða fleiri hafi verið að verki. Leikmenn pakistanska liðsins hafa allir verið yfirheyrðir og fingraför tekin af þeim. Enginn úr þeim hópi mun þó grunaður að sögn lögreglu. Lögregla er þó viss um að Woolmer hafi þekkt árásarmann sinn - engin merki séu um að brotist hafi verið inn og engu stolið. Því er þó haldið fram í sumum miðlum að handriti af sjálfsævisögu Woolmers hafi verið stolið en þar hafi hann, meðal annars, sagt frá mútumálum tengdum krikketíþróttinni. Því hefur verið velt fram að hann hafi ætlað að tjá sig um þau mál opinberlega eftir mótið. Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um þennan anga málsins. Heimsmeistaramótinu í krikket verður ekki frestað vegna voðaverksins þó það hafi verið lagt til. Talsmaður alþjóða krikket-sambandsins segir Paul Cordon, fyrrverandi yfirmann Lundúnalögreglunnar, ætla að veita aðstoð við rannsókn á morðinu en Cordon hefur tekið virkan þátt í rannsóknum á mútumálum sem tengst hafa krikketíþróttinni. Woolmer er Pakistönum harmdauði enda náð nokkrum árangri með landsliðið þeirra síðan hann tók við því árið 2004. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, tilkynnti í dag að Woolmer yrði veitt æðsta borgaralega orða landsins. Erlent Fréttir Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Landsliðsþjálfari Pakistana í krikket var myrtur á hótelherbergi sínu á Jamaíka fyrir tæpri viku. Talið er að einhver nákominn honum hafi framið ódæðið og fórnarlambið haft uppi áform um að afhjúpa spillingu í íþróttinni. Bob Woolmer var 58 ára. Hann var vel þekktur í krikketheiminum. Hann var landsliðsmaður Englendinga á árum áður og síðan landsliðsþjálfari Suður-Afríku og nú síðast Pakistans. Hann fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi sínu í Kingston á Jamaíku fyrir tæpri viku, skömmu eftir að ljóst var að Pakistanar færu ekki lengra á heimsmeistaramótinu í krikket sem nú er haldið í Vestur-Indíum. Lífgunartilraunir báru ekki árangur. Krufning leiddi í ljós að Woolmer var kyrktur. Lögregla segir að töluverðu afli hefði þurft að beita þar sem Woolmer hafi verið stór og stæðilegur. Ekki sé vitað hvort einn ódæðismaður eða fleiri hafi verið að verki. Leikmenn pakistanska liðsins hafa allir verið yfirheyrðir og fingraför tekin af þeim. Enginn úr þeim hópi mun þó grunaður að sögn lögreglu. Lögregla er þó viss um að Woolmer hafi þekkt árásarmann sinn - engin merki séu um að brotist hafi verið inn og engu stolið. Því er þó haldið fram í sumum miðlum að handriti af sjálfsævisögu Woolmers hafi verið stolið en þar hafi hann, meðal annars, sagt frá mútumálum tengdum krikketíþróttinni. Því hefur verið velt fram að hann hafi ætlað að tjá sig um þau mál opinberlega eftir mótið. Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um þennan anga málsins. Heimsmeistaramótinu í krikket verður ekki frestað vegna voðaverksins þó það hafi verið lagt til. Talsmaður alþjóða krikket-sambandsins segir Paul Cordon, fyrrverandi yfirmann Lundúnalögreglunnar, ætla að veita aðstoð við rannsókn á morðinu en Cordon hefur tekið virkan þátt í rannsóknum á mútumálum sem tengst hafa krikketíþróttinni. Woolmer er Pakistönum harmdauði enda náð nokkrum árangri með landsliðið þeirra síðan hann tók við því árið 2004. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, tilkynnti í dag að Woolmer yrði veitt æðsta borgaralega orða landsins.
Erlent Fréttir Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira