Erlent

Indverjar ætla að opna sendiráð á Íslandi

MYND/GVA

Indverjar áforma að opna sendiráð á Íslandi. Frá þessu er greint í dagblaðinu Hindustan Times. Auk sendiráðs í Reykjavík er gert ráð fyrir að Indverjar komi sendiráðum á laggirnar í Guatemala, Níger og í Malí.

Tillaga þessa efnis var samþykkt af ríkisstjórn landsins í dag og er gert ráð fyrir því að sendiráðin opni fyrir lok yfirstandandi fjárlagaárs.

Íslendingar starfrækja sendiráð í Nýju Delhí á Indlandi og sendiherra er Gunnar Pálsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×