Erlent

Íhuga að setja neyðarlög í Pakistan

Pervez Musharraf, forseti Pakistans, íhugar að koma á neyðarlögum í landinu vegna uppgangs herskárra múslíma.
Pervez Musharraf, forseti Pakistans, íhugar að koma á neyðarlögum í landinu vegna uppgangs herskárra múslíma. MYND/Reuters

Stjórnvöld í Pakistan íhuga nú að setja neyðarlög í landinu samkvæmt upplýsingamálaráðherra Pakistan. Lögunum er ætlað að koma í veg fyrir áframhaldandi ókyrrð og tíðar sjálfsmorðsárásir.

Verði neyðarlögin sett mun starfssemi dómstóla skerðast verulega sem og ferða- og tjáningarfrelsi almennings. Haft var eftir Tariq Azeem, upplýsingamálaráðherra Pakistan, í erlendum fjölmiðlum að hugsanleg árás bandaríska hersins á stöðvar talibana í landinu hefðu áhrif á ákvörðun pakistanskra stjórnvalda.

Ástandið í Pakistan hefur verið mjög ókyrrt undanfarnar vikur og hundruð manna látist í sjálfsmorðsárásum eftir að umsátri stjórnarhersins um Rauðu moskuna í Íslamabad lauk í byrjun síðasta mánaðar. Meira 50 herskáir múslímar og tíu hermenn létu lífið í umsátrinu sem stóð yfir í samfleytt þrjátíu og fimm klukkstundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×