Erlent

Seldi ösku fyrri konu eiginmanns

Kona í New York-borg komst í hann krappan á dögunum þegar hún seldi fyrir slysni leirker með ösku fyrrverandi konu eiginmanns síns á skransölu fyrir 37 krónur.

Konan hélt skransöluna yfir helgi, en maðurinn hennar var sofandi í hjónaherberginu. Hún seldi leirkerið konu sem hugðist nota það undir smákökur, þrátt fyrir að lokið væri fast á.

„Við eigum mikið af leirkerum,“ sagði konan við blaðið Elmira Star-Gazette. „Ég áttaði mig ekki á því að þetta ker væri með öskunni.“ Hjónin vonast til að kaupandinn skili öskunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×