Erlent

Tábrotin í helli í fjóra daga

Belgískum hellafræðingi var bjargað í gærmorgun heilum á húfi eftir að hafa setið fastur í fjóra daga í helli á sex hundruð metra dýpi.

Annetta van Houtte var á ferð með fjórum öðrum hellafræð­ingum í helli í Navarre-héraði á Spáni þegar hún slasaðist á sunnudaginn og braut þrjár tær á vinstri fæti. Við svo búið gat hún ekki fylgt hópnum aftur upp á yfirborðið.

Björgunarlið var sent af stað seinnipart sunnudags til að leita konunnar, sem er 49 ára gömul. Aðstæðum var lýst sem mjög erfiðum og hættulegum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×