Enski boltinn

Mourinho hefur áhyggjur af framtíðinni

NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho stjóri Chelsea lét í það skína eftir sigurinn á Valencia í gær að hann óttaðist um starfsöryggi sitt hjá félaginu. "Ég vil vera áfram með Chelsea á Englandi en stundum fær maður ekki það sem maður óskar sér. Ef ég á mér hinsvegar ekki framtíð hjá félaginu, verð ég að leita annað," sagði Mourinho í samtali við blaðamenn eftir sigurinn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×